Búið er að opna fyrir vetrarleigu í orlofshúsum FFR.
Sótt er um í gegnum orlofssíðu félagsins
Nota þarf Íslykil eða rafræn skilríki til að skrá sig inn.
Lágmarkskostnaður: 4.000 kr.
Heilgarleiga: 13.000 kr.
Aukadagur (virkur dagur): 2.000 kr.
Vikuleiga: 22.000 kr.
Engir punktar eru teknir af vetrarleigu.
Á hádegi í dag lauk atkvæðagreiðslu félagsmanna FFR um nýundirritað samkomulag um framlengingu kjarasamnings FFR við SA/Isavia ohf.
Niðurstöður atkvæðagreiðslu voru þessar:
Á kjörskrá voru alls 354 félagsmenn, atkvæði greiddu 215 eða 60.1% félagsmanna.
Alls samþykktu 155 félagsmenn (alls 72.9% félagsmanna) samninginn og 60 félagsmenn (alls 27.91% félagsmanna) höfnuðu honum.
Kjarasamningurinn er því samþykktur með meirihluta atkvæða félagsmanna.
Undirritaðan samning 2017 og launatöflur félagsmanna FFR sem starfa hjá Isavia ohf. fyrir árin 2017-2019 má nú finna á heimasíðunni undir flipanum kjaramál (valmöguleikinn kjarasamningar).
Stjórn og Aldís
Kæru félagsmenn,
Aðfaranótt föstudagsins 07.04.207 undirritaði samninganefnd FFR samkomulag um framlengingu kjarasamnings FFR og Samtaka atvinnulífsins vegna Isavia ohf, eins og áður hefur komið fram.
Í gær var haldinn kynningarfundur hjá flugvallaþjónustunni í Keflavík um nýjan kjarasamning FFR við SA/Isavia.
Hér fylgir dagskrá vegna næstu kynningarfunda félagsmanna FFR um nýjan kjarasamning strax eftir helgi.
Við þurfum að hafa hraðar hendur því næsta vinnuvika er stutt og frestur til þess að ljúka atkvæðagreiðslu samnings er 24.04.2017.
Kynningarfundir FFR vegna kjarasamnings 2017
Hlökkum til að hitta ykkur og fara yfir stöðuna með ykkur.
Stjórn og Aldís
Kæru félagsmenn,
Rétt í þessu undirritaði samninganefnd FFR samkomulag um framlengingu kjarasamnings FFR og Samtaka atvinnulífsins vegna Isavia ohf. Á allra næstu dögum fara fram kynningar á samningi og rafræn atkvæðagreiðsla félagsmanna í kjölfarið.