Fréttir

Kæru félagsmenn,

Aðfaranótt föstudagsins 07.04.207 undirritaði samninganefnd FFR samkomulag um framlengingu kjarasamnings FFR og Samtaka atvinnulífsins vegna Isavia ohf, eins og áður hefur komið fram.

Í gær var haldinn kynningarfundur hjá flugvallaþjónustunni í Keflavík um nýjan kjarasamning FFR við SA/Isavia.

Hér fylgir dagskrá vegna næstu kynningarfunda félagsmanna FFR um nýjan kjarasamning strax eftir helgi.

Við þurfum að hafa hraðar hendur því næsta vinnuvika er stutt og frestur til þess að ljúka atkvæðagreiðslu samnings er 24.04.2017.

Kynningarfundir FFR vegna kjarasamnings 2017

Hlökkum til að hitta ykkur og fara yfir stöðuna með ykkur. 

Stjórn og Aldís

Kæru félagsmenn,

Rétt í þessu undirritaði samninganefnd FFR samkomulag um framlengingu kjarasamnings FFR og Samtaka atvinnulífsins vegna Isavia ohf. Á allra næstu dögum fara fram kynningar á samningi og rafræn atkvæðagreiðsla félagsmanna í kjölfarið.

Við bendum félagsmönnum á áhugaverða umfjöllun BSRB um lífeyrismálin á vefsíðu þeirra.

 

https://bsrb.is/um-bsrb/frettir/frett/2017/04/04/Spurningar-og-svor-um-lifeyrismalin-a-vefinn/

Félagsmönnum er bent á að nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um vikuleigu orlofshúsa félagsins sumarið 2017.

Til þess að sækja um vikudvöl í orlofshúsi félagsins skrá félagsmenn sig inn á orlofsvef Félags Flugmálastarfsmanna ríkisins og velja flipann UMSÓKN SUMAR.

Félagsmenn FFR geta sent inn allt að 5 umsóknir hver og er boðið upp á að leigja hús í Munaðarnesi, Vestmannaeyjum og íbúð á Akureyri.

Við vekjum athygli á því að leigutími er mánudagur til mánudags. Leiguverð er óbreytt 23.000 kr. fyrir vikuleigu, auk 24 punkta af punktainneign félagsmanns.

Umsóknarfrestur er til og með 17. apríl og fer úthlutun fram þann 18. apríl.

 

Aðalfundur FFR verður haldinn fimmtudaginn 30. mars 2017, kl. 18:00 á Radisson Inn hotel, Hafnargötu 57, Keflavík.

Við höfum stofnað viðburð á fésbókarsíðu félagsins vegna aðalfundar og hvetjum menn til þess að skrá þar mætingar til að auðvelda okkur innkaup fyrir fundinn!

Í dag er kjarasamningur FFR við SA/Isavia fallinn úr gildi og vinnur samninganefnd félagsins um þessar mundir að nýjum samningi fyrir félagsmenn.   

Við hvetjum alla félagsmenn til þess að skrá viðburðinn inn á dagatalið og fjölmenna á aðalfundinn. 

Stjórn FFR

Fundarboð aðalfundar FFR 2017

Hinn 13. desember árið 1946, komu um 26 manns saman á Hótel Winston kl 17:30. Tilefnið var að stofna starfsmannafélag/stéttarfélag. Upphafleg lög félagsins voru nokkru frábrugðin lögum félagsins í dag og var tilgangur stofnunar félagsins að auka samhug og samstarf í öllum greinum.  
Frá upphafi var mikil gróska í félaginu og þann 26. febrúar 1947 (tveimur og hálfum mánuði eftir stofnun félagsins) var fyrsti aðalfundur þess haldinn. 
Þá var skýrt frá því að FFR hefði staðið fyrir áramótadansleik ásamt tveimur skemmtikvöldum með ágætum árangri! Á fyrstu árum félagsins reyndi strax á mikilvægi félags sem FFR og ber þá helst að nefna hópuppsagnir, skipulagsbreytingar og húsnæðisskort. Frá upphafi var félagslífið með ágætum. 
Með lögum nr. 55 frá 28. apríl 1962 fengu opinberir starfsmenn samningsrétt en þá eingöngu til handa heildarsamtökum BRSB. Í kjölfarið hófst kjarabarátta félaganna við fjármálaráðherra f.h. ríkisins. Þannig var svo málum háttað í um áratug.
Á árunum 1968-1969 var mikil vinna lögð í að framkvæma starfsmat fyrir starfsmenn og stóðu vonir til þess að starfsmatið myndi auðvelda samningagerð og gerði hana réttlátari. 
Starfsmatið átti að vera til hliðsjónar við eina samningsgerð en því var hafnað af ríki og sveitarfélögum og þótti mönnum því öll sú vinna fara fyrir lítið. Starfsþættir sem teknir voru til greina við gerð starfsmatsins voru: menntun, starfsþjálfun, sjálfstæði/frumkvæði, tengsl, ábyrgð, reynsla, vinnuskilyrði.
 
Í tilefni af 70 ára afmæli félags flugmálastarfsmanna ríkisins í dag, þann 13. desember 2016 hefur stjórn félagsins ákveðið að bjóða félagsmönnum að gæða sér á kökum á starfsstöðvum þeirra.   
Með hverju starfsári sem líður, er vöxtur á öllum sviðum fluggeirans, það skilar sér í auknum fjölda félagsmanna ásamt fjölda nýrra starfa/starfsheita. Félagsmenn FFR taka nýjum áskorunum daglega við það eitt að halda flugsamgöngum gangandi. 
 
Stjórn FFR hefur þegar hafið vinnu við kröfugerð vegna komandi kjarasamnings við SA/Isavia. Núverandi kjarasamningur er í gildi til 28. febrúar 2017. Framundan er því ljóst að reyna muni á samstarf og samhug félagsmanna FFR og ekki síður Isavia.
 
Kæru félagsmenn FFR, til hamingju með 70 ára afmælið!
 
Helgi Birkir Þórisson
Formaður FFR.