Trúnaðarmaður er fulltrúi FFR á vinnustað. Hann gætir þess að kjarasamningum sé framfylgt af atvinnurekanda og að ekki sé gengið á félagslegan og/eða borgaralegan rétt starfsmanna.
- Félagslegur réttur er réttur til að vera í stéttarfélagi sem gætir hasmuna félagsmanna gagnvart atvinnurekanda
- Borgaralegur réttur segir til um að starfsmenn séu frjálsir að skoðunum sínum og njóti persónuverndar á vinnustað
Í lögum stéttarfélaga er fjallað um hlutverk trúnaðarmanna. Þar segir m.a. að trúnaðarmenn skuli hafa eftirlit með því að lögum félagsins, samþykktum þess og kjarasamningum sé hlýtt í hvívetna.
Starf trúnaðarmanns er gefandi starf sem felur í sér tækifæri til að bæta við sig þekkingu og reynslu á sviði starfsmannamála. Öllum trúnaðarmönnum býðst að sækja námskeið tengd starfinu.