Fréttir

Stjórn FFR hefur ákveðið að taka til sölu Útilegukortið, Veiðikortið, 10 miða kort í Hvalfjarðargöngin og gistingu fyrir tvo á einhverju Eddu hótelanna. Fyrirkomulagið er þannig að þið greiðið inn á reikning félagsins. Kortin berast ykkur svo um hæl skömmu síðar.

Í morgun var kosið um aðalkjarasamning milli ríkisins og FFR fyrir hönd starfsmanna hjá Flugmálastjórn Íslands sem skrifað var undir þann 1. júní. Alls höfðu 14 starfsmenn FMS atkvæðisrétt, þar af kusu níu, átta sögðu já og einn sagði nei.

Verið að ganga frá stofnanasamning og gengur sú vinna ágætlega, vonandi klárast sá samningur á næstu dögum.

Félag flugmálastarfsmanna ríkisins hefur vísað kjaraviðræðum við Isavia og Samtök atvinnulífsins til Ríkissáttasemjara eftir árangurslausar viðræður undanfarnar vikur.

Aðalfundur Félags flugmálastarfsmanna ríkisins var haldinn í BSRB húsinu að Grettisgötu föstudaginn 27. maí 2011. Fjórtán félagsmenn sátu fundinn. Hefðbundin aðalfundarstörf voru tekin fyrir á fundinum og ný stjórn kjörin.

Nýja stjórn skipa:
Kristján Jóhannsson, formaður
Sigurjón Hreinsson, varaformaður
Ragnheiður Júlíusdóttir, gjaldkeri
Andri Örn Víðisson, ritari
Emil Georgsson, meðstjórnandi

Varastjórn skipa þau:
Anna Birna Árnadóttir
Sigurður Óli Kjartansson
Ólína Margrét Haraldsdóttir

FFR auglýsir eftir framboðum til stjórnar félagsins. Skilafrestur framboða er til miðvikudagsins 27. mars 2013.

Framboðum skal skila bréfleiðis á skrifstofu félagsins merkt "Framboðslisti":
Félag flugmálastarfsmanna ríkisins
Grettisgötu 89, 103 Reykjavík

Vakin er athygli á eftirfarandi úrdrætti úr lögum félagins: