Félagsmenn FFR geta sumarið 2022 sótt aftur um niðurgreiðslu gistinátta á gistiheimilum/hótelum, í ferðavögnum, á tjaldsvæðum, í sumarhúsum og/eða í húsbílum innanlands sumarið 2022 (ekki þó í sumarhúsum FFR sem þegar eru niðurgreidd af félaginu). Félagsmenn geta þannig sjálfir fundið bestu mögulegu kjörin án þess að vera bundnir við ákveðin fyrirtæki eins og sala hótelmiða eða útilegukortið krefjast. Athugið að útilegukortið verður EKKI selt á vegum félagsins þar sem sumarglaðningurinn kemur í þess stað. Niðurgreiðsla gistinátta í sumar gildir á orlofstímabili 2022 (tímabilið 15. maí - 30. september 2022).
Aðalfundur Félags flugmálastarfsmanna ríkisins verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl kl. 18:00.
Fundurinn fer fram í húsi BSRB á 1. hæð, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík.
Dagskrá fundar
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um vikuleigu orlofshúsa félagsins sumarið 2022.
Til þess að sækja um vikudvöl í orlofshúsi félagsins skrá félagsmenn sig inn á orlofsvef Félags Flugmálastarfsmanna ríkisins og velja flipann UMSÓKN UM ÚTHLUTUN.
Félagsmenn FFR geta sent inn allt að 5 valmöguleika í umsókninni og er boðið upp á að leigja hús í Munaðarnesi, Vestmannaeyjum og íbúð félagsins á Akureyri.
Frá 20. febrúar 2022 verður húsið í Munaðarnesi ekki í leigu vegna endurbóta.
Núverandi hús verður stækktað til suðurs um 2,8 metra. Meðal annars verður inngangi komið fyrir á austurhlið þess, herbergjaskipan verður hliðrar til að stækkka enn frekar samvistarými hússins þ.e. stofu, borðstofu og eldhús. Í húsinu verða tvö herbergi með fullri rúmstærð en einnig lítið barnaherbergi. Baðberbergi verður með aðgangi út á verönd og veröndin verður stækkuð til að bæta möguleika á notkun hennar og heitur pottur endurnýjaður.
Opið fyrir umsóknir um úthlutun
Til þess að sækja um úthlutun skrá félagsmenn sig inn á orlofsvef Félags Flugmálastarfsmanna ríkisins og velja UMSÓKN UM ÚTHLUTUN.
Félagsmenn geta sent inn allt að 3 valmöguleika í umsókninni.
Leigutími er 2 vikur frá þriðjudegi til þriðjudags. Athugið að páskar eru frá miðvikudegi til þriðjudags eða 13 dagar.
Leiguverð er 70.000 kr. fyrir tvær vikur, auk 36 punkta af punktainneign félagsmanns.
Athugið að dagarnir 25. september til 6. október 2021 eru nú lausir til bókunar í orlofseign okkar á Tenerife. Fyrstur bókar fyrstur fær.
Dagurinn kostar 5000 kr. en bóka verður að lágmarki 7 daga.
Tilvalið tækifæri til að skella sér í sólina.
Sjá nánar á orlofsvef FFR