Fyrir aðalfund annað hvert ár skal fara fram kosning trúnaðarmanna FFR. Kosning fer fram í samráði við FFR og fá trúnaðarmenn staðfestingu á kjöri og umboð sitt frá félaginu. Starfsmenn velja sinn trúnaðarmann sem verður þeirra fulltrúi gagnvart atvinnurekanda og tengiliður við stjórn félagsins. Heimilt er að kjósa varamenn. Hafi stjórn félagsins ekki borist tilkynning um val trúnaðarmanna fyrir aðalfund, skal nýkjörin stjórn skipa þá. Starfssvið, réttindi og skyldur trúnaðarmanna skulu vera samkvæmt lögum um kjarasamninga.