Félagsfundur verður haldinn á Réttinum í Keflavík fimmtudaginn 27. október kl. 18:00. Fundarefni er undirbúningur kröfugerðar fyrir komandi kjaraviðræður ásamt því að farið verður yfir niðurstöður kjarakönnunar.
Léttar veitingar verða í boði.
Við hvetjum alla félagsmenn til þess að senda okkur póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef þið viljið koma kröfum ykkar á framfæri. Félagsmenn sem eru búsettir annars staðar en á suðvestur horninu geta nálgast upplýsingar um niðurstöður kjarakönnunar hjá sínum trúnaðarmanni.
Sjá Facebook viðburð
Föstudaginn 30. september 2022 sendum við öllum félagsmönnum okkar stutta könnun og hvetjum ykkur öll til að svara henni.
Svörun tekur aðeins örfáar mínútur og er góð þátttaka félagsmanna lykilatriði.
Spurningar snúa að kjörum og áherslum okkar í næstu kjaraviðræðum.
Niðurstöður verða svo kynntar á félagsfundum í október.
Stjórn FFR
Við viljum vekja athygli ykkar á því að vikan 8. - 15. ágúst var að losna í Munaðarnesi einnig er vikan frá 15. - 22. á Akureyri laus, hægt er að bóka þessar vikur á orlofssíðu félagsins og gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær.
Opnað verður fyrir bókanir í orlofshúsum innanlands þann 16. ágúst kl. 10:00 og verður hægt að bóka til og með 22. maí 2023.
Bókanir eru gerðar í gegnum orlofssíðu félagsins. Athugið að nota þarf Íslykil eða rafræn skilríki til þess að skrá sig inn. Engir punktar eru teknir af vetrarleigu.
Lágmarkskostnaður: 4.000 kr.
Helgarleiga: 13.000 kr.
Aukadagur (virkur dagur): 2.000 kr.
Vikuleiga: 22.000 kr.
Framkvæmdum er lokið á húsinu okkar í Munaðarnesi.
Í húsinu eru nú þrjú svefnhberbergi, tvö herbergi með fullri rúmstærð en einnig lítið barnaherbergi. Baðberbergi er með aðgangi út á stóra verönd. Einnig er búið að stækka stofu, borðstofu og eldhús.
Félagsmenn FFR geta sumarið 2022 sótt aftur um niðurgreiðslu gistinátta á gistiheimilum/hótelum, í ferðavögnum, á tjaldsvæðum, í sumarhúsum og/eða í húsbílum innanlands sumarið 2022 (ekki þó í sumarhúsum FFR sem þegar eru niðurgreidd af félaginu). Félagsmenn geta þannig sjálfir fundið bestu mögulegu kjörin án þess að vera bundnir við ákveðin fyrirtæki eins og sala hótelmiða eða útilegukortið krefjast. Athugið að útilegukortið verður EKKI selt á vegum félagsins þar sem sumarglaðningurinn kemur í þess stað. Niðurgreiðsla gistinátta í sumar gildir á orlofstímabili 2022 (tímabilið 15. maí - 30. september 2022).
Aðalfundur Félags flugmálastarfsmanna ríkisins verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl kl. 18:00.
Fundurinn fer fram í húsi BSRB á 1. hæð, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík.
Dagskrá fundar