Fréttir

Aðalfundur Félags flugmálastarfsmanna ríkisins verður haldinn fimmtudaginn 4. júní kl. 18:00.

Fundurinn fer fram í húsi BSRB, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík.

Athugið að takmarkaður sætafjöldi er í boði vegna Covid-19. Viljum við því biðja ykkur um að skrá ykkur á fundinn með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Dagskrá fundar

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Ársreikningar FFR 2019 lagðir fram til úrskurðar
  3. Tveir félagslegir skoðunarmenn reikninga kjörnir og einn til vara
  4. Kosning í kjörstjórn
  5. Félagsgjöld fyrir næsta starfsár ákveðin
  6. Önnur mál
Kæru félagsmenn,
 
Vegna Covid-19 faraldursins hefur stjórn FFR ákveðið að fresta aðalfundi félagsins um óákveðinn tíma.
 
Nýr aðalfundur verður auglýstur um leið og hægt verður að halda slíka samkomu.
 
Kær kveðja,
Stjórnin

Félagsmönnum er bent á að nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um vikuleigu orlofshúsa félagsins sumarið 2020.

Til þess að sækja um vikudvöl í orlofshúsi félagsins skrá félagsmenn sig inn á orlofsvef Félags Flugmálastarfsmanna ríkisins og velja flipann UMSÓKN SUMAR.

Félagsmenn FFR geta sent inn allt að 5 valmöguleika í umsókninni og er boðið upp á að leigja hús í Munaðarnesi, Vestmannaeyjum og íbúð á Akureyri.

Leigutími er mánudagur til mánudags.
Leiguverð er óbreytt 23.000 kr. fyrir vikuleigu, auk 24 punkta af punktainneign félagsmanns.

Umsóknarfrestur er til og með 5. apríl.

Kjörstjórn félags flugmálastarfsmanna ríkisins auglýsir nú eftir framboðslistum til stjórnarkjörs FFR árið 2020.

Listum skal skila til kjörstjórnar félagsins eigi síðar en 6 mars 2020 með tölvupósti á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nýr kjarasamningur á milli FFR og Samtaka atvinnlífsins vegna Isavia ohf.  var samþykktur í atkvæðagreiðslu sem lauk nú í hádeginu.

Já sögðu 235 eða 80,48%

Nei sögðu 55 eða 18,84%

2 tóku ekki afstöðu eða 0,68%

 

Á kjörskrá voru 406 manns. Þar af kusu 292 eða samtals 71,9% kjörsókn

Við hvetjum alla þá sem ekki hafa verið að fá greitt þrekálag 2 (12.566 kr., nú 12.880 kr.) vegna þess að þeir hafa valið að þreyta ekki þrekpróf eða ekki staðist það til þess að fylgast með því að þær greiðslur berist þeim við næstu útborgun. Þetta á að sjálfsögðu ekki við um þá sem fá greitt þrekálag 1.

Gengið var frá útfærslum á þrekálagi 2 á þann hátt að frá undirritun kjarasamnings fá allir félagsmenn greitt en skilyrði þess að halda greiðslunum er að mæta í árlega heilsufarsmælingu þegar hún er auglýst hjá Isavia.