Við hvetjum alla þá sem ekki hafa verið að fá greitt þrekálag 2 (12.566 kr., nú 12.880 kr.) vegna þess að þeir hafa valið að þreyta ekki þrekpróf eða ekki staðist það til þess að fylgast með því að þær greiðslur berist þeim við næstu útborgun. Þetta á að sjálfsögðu ekki við um þá sem fá greitt þrekálag 1.
Gengið var frá útfærslum á þrekálagi 2 á þann hátt að frá undirritun kjarasamnings fá allir félagsmenn greitt en skilyrði þess að halda greiðslunum er að mæta í árlega heilsufarsmælingu þegar hún er auglýst hjá Isavia.
Kosning um nýjan kjarasamning FFR og Samtaka atvinnlífsins vegna Isavia ohf.
Þátttakendur þurfa að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum eða íslykli.
Þeir sem ekki eiga íslykil eða rafræn skilríki geta sótt um íslykil á Island.is (www.island.is) og valið um hvort þeir fái lykilinn sendan í heimabankann sinn eða með pósti á lögheimili sitt. Þjóðskrá Íslands stendur straum af kostnaði við að senda Íslyklana bæði í heimabankann sem og með pósti á lögheimili.
Kosningu lýkur kl. 12:00 þann 5. febrúar.
Kynningarefni var sent í tölvupósti til félagsmanna á kjörskrá.
Fyrstu kynningarfundirnir á nýjum kjarasamningi verða haldnir í dag.
Þrír fundir verða í Keflavík í dag
Í kvöld verður svo haldinn kynningarfundur í Reykjavík kl. 19:30 á fyrstu hæð í BSRB húsinu, Grettisgötu 89.
Samninganefndin verður svo á Egilsstöðum fyrir hádegi á morgun fimmtudag (23. janúar) með kynningarefni og á Akureyri á föstudaginn (24. janúar).
Opið fyrir umsóknir um úthlutun
Til þess að sækja um úthlutun skrá félagsmenn sig inn á orlofsvef Félags Flugmálastarfsmanna ríkisins og velja TENERIFE SUMAR 2020.
Félagsmenn geta sent inn allt að 3 valmöguleika í umsókninni.
Leigutími er 2 vikur frá miðvikudegi til miðvikudags.
Leiguverð er 70.000 kr. fyrir tvær vikur, auk 36 punkta af punktainneign félagsmanns.
Athugið að við brottför skilja félagsmenn 100 evrur eftir sem greiðslu fyrir þrifum.
Umsóknarfrestur er til og með 27. janúar 2020.
Þrátt fyrir að samningaviðræður hafi dregist á langinn hefur Isavia ákveðið að uppfæra upphæð desemberuppbótar starfsmanna til samræmis við hækkun í samningum á almenna markaðnum. Starfsmenn í fullu starfi fá því greiddar 92.000 kr. í desemberuppbót um næstu mánaðarmót.
Ágætu félagsmenn,
Við viljum vekja athygli ykkar á því að opnað verður fyrir bókanir í orlofshúsum innanlands fyrir vetrartímabilið 2019-2020 þann 26. júlí kl. 12:00.
Sótt er um í gegnum orlofssíðu félagsins http://orlof.is/ffr/ og nota þarf Íslykil eða rafræn skilríki til þess að skrá sig inn.
Engir punktar eru teknir af vetrarleigu og fyrstur kemur - fyrstur fær.
Lágmarkskostnaður: 4.000 kr.
Helgarleiga: 13.000 kr.
Aukadagur (virkur dagur): 2.000 kr.
Vikuleiga: 22.000 kr.