Opnað hefur verið fyrir umsóknir um úthlutun vegna orlofsíbúðar félagsins á Tenerife, sumarið 2024
Til þess að sækja um úthlutun skrá félagsmenn sig inn á orlofsvef Félags Flugmálastarfsmanna ríkisins og velja UMSÓKN UM ÚTHLUTUN.
Félagsmenn geta sent inn allt að 3 valmöguleika í umsókninni.
Leigutími er 2 vikur frá þriðjudegi til þriðjudags.
Leiguverð er 70.000 kr. fyrir tvær vikur, auk 36 punkta af punktainneign félagsmanns. Athugið að við brottför skilja félagsmenn 100 evrur eftir sem greiðslu fyrir þrifum.
Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar 2024. Úthlutun fer fram 2. febrúar
Vinsamlegast athugið að félagið endurgreiðir ekki dvöl sem félagsmaður hefur greitt. Ef félagsmaður þarf að aflýsa ferð og getur ekki nýtt leigu íbúðarinnar t.d. vegna veikinda er mönnum bent á að hafa samband við sitt tryggingafélag um bætur.
Óheimilt er með öllu að framleigja íbúðina öðrum eða að leigja hana fyrir aðra. Íbúðin er einungis ætluð félagsmönnum og þeim sem hann ákveður að bjóða með sér til dvalarinnar. Við afhendingu lykla þarf félagsmaður að framvísa leigusamning og vegabréfi eða öðrum skilríkjum.
Félagsmenn FFR sem eru sumarstarfsmenn hjá Isavia geta sótt um styrk fyrir skólagjöldum. Styrkurinn er að hámarki 30.000 kr. og nemur styrkur aldrei hærri upphæð en útlagður kostnaður. Rafræn umsókn þarf að berast félaginu fyrir 1. september og þarf kvittun fyrir útlögðum kostnaði að fylgja með.
Styrkir verða greiddir út fyrir lok september 2024. Félagið áskilur sér rétt til þess að hafna umsóknum ef þær uppfylla ekki ofangreind skilyrði.
Opnað verður fyrir bókanir á orlofseignum innanlands þann 30. ágúst kl. 14:00. Tímabilið sem um ræðir er frá 2. október 2023 til 1. maí 2024 og gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær.
Bendum einnig á að það eru 2 lausar vikur í orlofseign félagsins á Tenerife í nóvember. Athugið að þeir sem hafa þegar bókað viku geta ekki bókað aðra.
Félagsmenn FFR sem eru sumarstarfsmenn hjá Isavia geta sótt um styrk fyrir skólagjöldum. Styrkurinn er að hámarki 30.000 kr. og nemur styrkur aldrei hærri upphæð en útlagður kostnaður. Rafræn umsókn þarf að berast félaginu fyrir 1. september og þarf kvittun fyrir útlögðum kostnaði að fylgja með.
Styrkir verða greiddir út fyrir lok september 2023. Félagið áskilur sér rétt til þess að hafna umsóknum ef þær uppfylla ekki ofangreind skilyrði.