Fréttir

Nokkrar vikur eru lausar í húsum félagsins í sumar.

Fyrstur kemur fyrstur fær!

Skoðið og bókið á orlofsvefnum eða hafið samband við skrifstofu FFR.

Helgi Birkir

Helgi Birkir Þórisson er nýr formaður FFR.

Stjórnarskipti urðu á aðalfundi félagsins s.l.fimmtudag.

Helgi er aðstoðarvarðstjóri í Eftirlitsdeild flugverndargæslunnar á Keflavíkurflugvelli.

Aðrir í stjórn eru:

Arna Ómarssdóttir, varaformaður. Starfsmaður Samgöngustofu.

Skarphéðinn Njálsson, gjaldkeri. Flugvallarþjónusta Keflavík.

Bára Yngvadóttir, ritari. Verkefnastjóri í flugstjórnarmiðstöð.

Jökull Sigurjónsson, meðstjórnandi.  Flugöryggisvörður í Keflavík.

Í varastjórn eru:
Friðrik Friðriksson, Flugöryggisvörður í Keflavík 

Inga Rún Káradóttir, Fjárreiðudeild Reykjavík

Gunnlaugur Höskuldsson, Akureyrarflugvelli.

Félag flugmálastarfsmanna ríkisins sendir félögum sínum um land allt kveðjur á frídegi verkalýðsins 1. maí 2015!

FFR sendir systurfélögum sínum í BSRB og öllum þeim verkalýðsfélögum sem eru með lausa saminga og standa í átökum við að ná fram sanngjörnum kröfum sínum baráttukveðjur. 

 

Aðalfundur FFR fer fram fimmtudaginn 30.apríl kl. 17.00. Fundurinn verður á Icelandair Hotel Keflavík að Hafnargötu 90 í Reykjanesbæ.

Dagskrá fundarins eru hefðbundinn aðalfundarstörf. (Sjá nánar auglýst á kaffistofum)

Boðið verður upp á veitingar.

Félagar eru hvattir til að fjölmenna.

Frestur til að sækja um orlofshús félagsins í sumar rennur út á miðnætti í kvöld.

Sótt er um í gegnum orlofssíðu félagsins. Nota þarf Íslykil eða rafræn skilríki.

Frestur til að skila framboðslistum til stjórnarkjörs í Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins rann út á miðnætti 8.apríl s.l.

Einn listi barst kjörstjórn og því kemur ekki til kosninga í félaginu. Listinn er sjálfkjörinn.

Samkvæmt lögum félagis ber að lýsa kjöri nýrrar stjórnar á aðalfundi og það mun formaður kjörstjórnar, Guðjón Arngrímsson gera á komandi aðalfundi.

Núverandi stjórn gaf ekki kost á sér til endurkjörs.