Fréttir

Nú hefur samninganefnd félagsins reynt að ná samningum við SA/Isavia án árangurs. Á félagsfundi sem haldinn var hinn 17.2.2023 kom í ljós einhuga skoðun félagsmanna að reyna með aðgerðum að ná fram okkar kröfum. Því leggjum við í ykkar hendur kosningu um ótímabundið yfirvinnubann (tekur ekki til fastrar yfirvinnu hvort sem hún er unnin eða óunnin) allra félagsmanna FFR sem starfa hjá Isavia ohf., Isavia innanlandsflugvellir ehf. og Isavia ANS ehf. sem tekur gildi þann 3.3.2023. Tillaga um yfirvinnubann þetta er lögð fram í samræmi við 14., 15. og 16. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur.

Atkvæðagreiðsla um yfirvinnubann verður haldin með rafrænu fyrirkomulagi og stendur kosning yfir frá klukkan 12:00 þann 21.2.2023 til klukkan 23:59 þann 23.2.2023.

Kæru félagsmenn,
 
Áríðandi félagsfundur í kvöld kl.18:00 á Park-Inn í Listasal (Hafnargata 57, 230 Reykjanesbær). Léttar veitingar í boði.

Kveðja,
Samninganefnd FFR

Kæru félagsmenn,

 

Kjaraviðræðum okkar við SA/Isavia hefur því miður ekki miðað neitt áfram eftir 6 fundi og höfum við því vísað deilunni til Ríkissáttasemjara frá og með deginum í dag. Eins og við nefndum fyrir jól höfum við eingöngu verið að ræða vinnutímastyttinguna og þá í samhengi við þá vinnuskyldu sem SA/Isavia hefur samið við stóran hóp okkar samstarfsfélaga.

 

Við viljum því boða til upplýsingafundar þar sem við getum farið yfir stöðuna. Fundurinn verður haldinn á Réttinum kl. 18 þann 13. janúar (Hafnargata 90, 230 Reykjanesbær, gengið inn baka til). Við munum svo upplýsa trúnaðarmenn á landsbyggðinni um stöðuna.

 

Samninganefnd FFR er afskaplega vonsvikin með stöðuna. Við höfum verið eins

lausnamiðuð og samvinnufús og hægt er en ekki fundið neinn raunverulegan áhuga frá samninganefnd SA/Isavia til þess að ræða styttinguna af einhverri alvöru.

 

Kveðja,

Samninganefnd FFR

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um úthlutun vegna orlofsíbúðar félagsins á Tenerife.

Til þess að sækja um úthlutun skrá félagsmenn sig inn á orlofsvef Félags Flugmálastarfsmanna ríkisins og velja UMSÓKN UM ÚTHLUTUN.

Félagsmenn geta sent inn allt að 3 valmöguleika í umsókninni.

Ferðaávísun veitir félagsmönnum aðgang að sértilboðum á gönguferðum og gistingu um allt land.

Félagið niðurgreiðir hverja keypta Ferðaávísun um 30% af valinni upphæð að hámarki kr. 20.000 á hverju ári. 

Til þess að skoða hvaða hótel eru í boði þarf að skrá sig inn á orlofsvef og velja „FERÐAÁVÍSUN“ úr valmynd. Þar inni getur þú síðan skoðað úrvalið og keypt ferðaávísun.

Félagsfundur verður haldinn á Grettisgötu 89 í Reykjavík þriðjudaginn 25. október kl. 18:00. Fundarefni er undirbúningur kröfugerðar fyrir komandi kjaraviðræður ásamt því að farið verður yfir niðurstöður kjarakönnunar.

Léttar veitingar verða í boði.

Við hvetjum alla félagsmenn til þess að senda okkur póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef þið viljið koma kröfum ykkar á framfæri. Félagsmenn sem eru búsettir annars staðar en á suðvestur horninu geta nálgast upplýsingar um niðurstöður kjarakönnunar hjá sínum trúnaðarmanni.

Sjá viðburð á Facebook