Fréttir

SumarmyndNokkar vikur eru lausar í húsum félagsins í sumar. Eftir að sumarúthutun er lokið gildir reglan ,,fyrstur kemur fyrstur fær. Endilega að fara inn á orlofsvefinn og næla sér í viku í nýuppgerðum bústað í Munaðarnesi, endurbættum Heiðarbæ í Vestmannaeyjum eða íbúðinni á Akureyri. 

Umsóknarfrestur til hádegis 26. apríl. Úthlutun fer fram 29. apríl. Gengið frá greiðslu síðasta lagi 6. maí. Eftir það er endurúthlutað, en þá fær fyrstur sem kemur og bókar úthlutað, það komast bara þeir sem fengu ekki úthluta að í þeirri endurúthlutun.

Í kjölfar upptöku Frímanns orlofskerfis verður tekið upp punktakerfi sem virkar þannig að eldri félagsmenn hafa forskot á þá sem eru nýrri þegar kemur að sumarúthlutun.

Aðalfundur FFR verður haldinn fimmtudaginn 18. apríl næstkomandi kl 18:00 í sal Verslunarmanna Suðurnesja að Vatnsnesvegi 12 í Reykjanesbæ.

Venjulega aðalfundarstörf.

Sjá nánar auglýst á starfsstöðvum.

Utilegukortid 2012

Nú eru komin ný tilboð fyrir sumarið 2012 á heimasíðuna. Þetta árið bjóðum við uppá sérkjör til félagsmanna á Útilegukortinu og Veiðikortinu ásamt gistingu hjá Hótel Eddu. Eftir sem áður bjóðum við einnig uppá sérkjör á miðum í Hvalfjarðargöngin.

Nánari upplýsingar má finna hér á heimasíðunni undir "Orlofstengdtilboð 2012".

- Stjórnin

Búið er að opna fyrir umsóknir um sumarhús fyrir sumarið 2012. Umsóknum skal skila fyrir 8. maí nk. og úthlutun fer fram þann 15. maí. Eftir 15. maí verður hægt að sækja um lausar vikur og helgar eins og utan háanna tímabils.