Ágætu félagsmenn,
Við viljum vekja athygli ykkar á því að nú hefur verið opnað fyrir bókanir í orlofshúsum félagsins fyrir vetrartímabilið 2018-2019.
Sótt er um í gegnum orlofssíðu félagsins http://orlof.is/ffr/ og nota þarf Íslykil eða rafræn skilríki til þess að skrá sig inn.
Endilega kannið hvort þið getið nýtt ykkur orlofshúsakosti félagsins komandi misseri og skipulagt notalegar stundir með fjölskyldunni eða góðum vinum.
Sama hagstæða verðlagningin er enn í gildi, engir punktar eru teknir af vetrarleigu og fyrstur kemur - fyrstur fær.
Lágmarkskostnaður: 4.000 kr.
Helgarleiga: 13.000 kr.
Aukadagur (virkur dagur): 2.000 kr.
Vikuleiga: 22.000 kr.
Stjórn FFR sendir kveðjur og hlakkar til samstarfsins í vetur