• m7
  • m3
  • m-531
  • m8
  • m5
  • m-532
  • m-530
  • m4
  • m1
  • Mynd1
  • m6
  • m2
  • m9

Föstudagur 26. apríl 2024


styrkirogendurmenntun

Orlofshus

Starfsemi stjórnar FFR er blómleg að vanda. Nú er hausta tekur viljum við benda félagsmönnum á það að miðar í Hvalfjarðargöngin hafa verið teknir úr sölu á orlofsvefnum okkar þar sem ekki þarf lengur að greiða fyrir akstur í gegnum göngin frá og með 01.10.2018. Þeirra í stað ætlum við að bjóða félagsmönnum kostakjör á 10 miða búntum fyrir bíósýningar í Sambíóunum. Félagið mun niðurgreiða bíómiða til félagsmanna og vonum við að þessi nýjung komi félagsmönnum vel. Frá og með næstu helgi fást á orlofsvefnum okkar alls 10 bíómiðar á 6.000 kr. (raunvirði er 16.000 kr.) sem gilda á 2D og 3D sýningar (ekki á íslenskar kvikmyndir og ekki í VIP sal). Athugið að gildistími miðanna miðast við hvenær FFR kaupir miðana. 

Stjórn FFR hefur unnið að því að skoða eignir til kaups á Tenerife sem félagsmönnum stæði til boða að leigja allt árið um kring á mjög hagstæðu verði. Vinnan gengur ágætlega en er tímafrek. Vonum að niðurstaða fáist á næstu mánuðum. Einnig erum við að skoða eignir fyrir austan fjall um þessar mundir. Á þessum nótum er vert að minna fólk á að nýting þeirra orlofskosta sem við nú þegar bjóðum upp á mætti gjarnan vera mun betri. Endilega kíkið á orlofssíðu félagsins og kannið hvort þið getið ekki nýtt ykkur þá kosti í vetur. Huggulegheit í bústað, bæjarferð til Akureyrar eða sprang í Vestmannaeyjum? 

Á komandi mánuðum munum við ræða við félagsmenn og leggja með þeim línurnar að næstu kjarasamningum. Við hefjum vinnuna næsta mánudag með heimsókn og fundum með félagsmönnum okkar á Egilsstöðum. Boðað hefur verið til fundar með trúnaðarmönnum 14. nóvember og boðað verður síðar til vinnufundar með öllum félagsmönnum í janúar. Fyrirhugað er að halda þann fund í Reykjanesbæ.

Félagið hefur aldrei verið stærra og trúnaðarmenn okkar nú öflugri en nokkru sinni fyrr. Við viljum hvetja félagsmenn til þess að hafa samband við okkur og láta sig málin varða (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.). Við erum alltaf til taks fyrir ykkur.

Baráttukveðjur,

stjórn