Fréttir

FFR hefur gert samkomulag við þjónustumiðstöðina í Munaðarnesi um að gestir sumarhússins sæki þangað viskastykki og hreingerningartuskur.

Sækja þarf tuskurnar við komu og skila þeim við brottför. Einnig er hægt að leigja af þeim sængurver og handklæði gegn aukagjaldi.

Nýting á húsinu í Munaðarnesi hefur verið góð í sumar.

Vika í íbúð félagsins á Akureyri var að losna. Um er að ræða 25.júlí til 1. ágúst. Fyrstur kemur fyrstur fær.

Eins eru lausar vikur í Vestmannaeyjum.

Endilega að kynna sér málið á orlofssíðu FFR.

Hörður Hersir Harðarson, aðstoðarvarðstjóri í eftirlitsdeild flugverndardeildar Keflavíkurflugvallar tók sæti í stjórn FFR á aðalfundi félagsins sem haldin var 28,apríl s.l. Tók hann sæti Ragnheiðar Júlíusdóttur sem hverfur nú úr stjórn. Að öðru leiti er stjórn félagisns óbreytt.

Aðalfundur FFR fer fram í dag í húsnæði BSRB að Grettisgötu 89 í Reykjavík.

Fundurinn hefst kl. 17:00.

Boðið verður upp á kaffiveitingar.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Isavia ohf af kröfu fyrrverand félagsmanns FFR sem stefndi fyrirtækinu fyrir meinta ólöglega uppsögn byggða á starfslokastefnu fyrirtækisins um að starfsmenn verði að hætta störfum 67 ára að aldri.

Í kröfugerð stefnanda kemur fram að hann hafi verið starfsmaður Varnarliðsins og hafi ráðningarsamningur hans verið yfirtekin af Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar haustið 2006. Við það hafi hann oðrið ríkisstarfsmaður. Við stofnun KEF ohf 2008 og síðar Isaiva ohf 2010 var starfsmönnum heitið að réttindi þeirra héldust óbreytt og jafnframt skyldur launagreiðanda.

Á það fellst Hérðasdómur Reykjavíkur ekki og sýknar Isavia ohf af kröfu fyrrverandi félagsmanns FFR.

Eftir er að taka ákvörðun um áfrýjun málsins. Mun stjórn FFR taka afstöðu til þess á næsta fundi stjórnarinnar.

Aðalfundur Félags flugmálastarfsmanna ríkisins 2014 verður miðvikudaginn 28.maí n.k. kl. 17:00 í BSRB húsinu, Grettisgötu 89 í Reykajvík. Á fundinum verða hefðbundin aðalfundarstörf. Boðið verður upp á kaffiveitingar. Félagar hvattir til að mæta.