Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um vikuleigu orlofshúsa félagsins sumarið 2022.
Til þess að sækja um vikudvöl í orlofshúsi félagsins skrá félagsmenn sig inn á orlofsvef Félags Flugmálastarfsmanna ríkisins og velja flipann UMSÓKN UM ÚTHLUTUN.
Félagsmenn FFR geta sent inn allt að 5 valmöguleika í umsókninni og er boðið upp á að leigja hús í Munaðarnesi, Vestmannaeyjum og íbúð félagsins á Akureyri.
Leigutími er mánudagur til mánudags.
Leiguverð er óbreytt 23.000 kr. fyrir vikuleigu, auk 24 punkta af punktainneign félagsmanns.
Umsóknarfrestur er til og með 31. mars.
Sumartímabilið er frá 30. maí til 26. sept. Nema í Munaðarnesi því þar hefst það 6. júní til öryggis um að framkvæmdum á stækkun hússins verði örugglega lokið að fullu.
Stjórn hefur ákveðið að bjóða Heiðarbæ í Vestmannaeyjum til leigu fyrir félagsmenn í síðasta sinn í sumar. Húsið er vægast sagt í ákaflega slæmu ástandi og varla íbúðarhæft en ef einhverjir vilja kveðja það í sumar er það velkomið og verður leigukostnaður einungis 10.000 kr. vikan (engir punktar) og engin ábyrgð er tekin á ástandi hússins. Sumarið 2023 vonumst við svo til þess að félagsmenn geti notið dvalar í nýja bústað félagsins fyrir austan fjall sem við erum um þessar mundir að hefja byggingu á.
Stjórn FFR hefur ákveðið að bjóða félagsmönnum upp á niðurgreiðslu gistinátta á gistiheimilum, hótelum, í ferðavögnum, sumarhúsum og/eða húsbílum innanlands í sumar með sambærilegum hætti og síðustu sumur. Nánari upplýsingar verða sendar út síðar.
Við opnum á leigu íbúðar félagsins á Tenerife um jól og áramót 2022 sem og jan-apríl 2023 um leið og áætlanir flugfélaga skýrast, við auglýsum það tímanlega.
Stjórnin