Athugið að sumarglaðningur er einungis ætlaður fastráðnum starfsmönnum. 

Niðurgreiðslan er að hámarki 9.000 kr. per nótt og óháð dagafjölda getur heildarniðurgreiðslan að hámarki náð 63.000 kr. fyrir hvern félagsmann sumarorlofstímabilið 2023.  Sá sem nýtir alla niðurgreiðsluna greiðir 28 punkta af punktainneign sinni í orlofskerfi félagsins (hlutfallslega færri punktar miðað við lægri niðurgreiðslu). Athugið að niðurgreiðsla til félagsmanns getur aldrei orðið hærri en útlagður kostnaður hans. Sem dæmi má nefna ef félagsmaður kaupir 7 gistinætur á 5.000 kr. nóttina getur niðurgreiðsla frá FFR ekki orðið hærri en 5.000 kr. per nótt (alls 35.000 kr.).

FFR gerir kröfu um að kvittun berist félaginu og skal kvittun vera úr bókunarkerfi viðkomandi fyrirtækis og verður ekki veitt undanþága frá því skilyrði.

Kvittun skal undantekningarlaust sýna:

  • Nafn og kennitölu félagsmanns
  • Dagafjölda og tímabil
  • Upphæð

FFR áskilur sér rétt til þess að hafna umsóknum ef þær uppfylla ekki ofangreind skilyrði. . Umsóknir verða ekki yfirfarnar fyrr en í október. Síðasti dagur til þess að senda inn umsókn er 8. október 2023. Engar undanþágur verða veittar eftir þann dag . Athugið að hverjum félagsmanni er einungis heimilt að senda inn eina umsókn. 

A webform by Podio