• Mynd1
  • m5
  • m-530
  • m6
  • m3
  • m9
  • m2
  • m-532
  • m4
  • m1
  • m8
  • m7
  • m-531

Fimmtudagur 18. apríl 2024


styrkirogendurmenntun

Orlofshus

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu ætlar stjórn FFR að bjóða félagsmönnum upp á niðurgreiðslu gistinátta á gistiheimilum, hótelum, í ferðavögnum, sumarhúsum og/eða húsbílum innanlands í sumar. Með þessu fyrirkomulagi geta félagsmenn sjálfir fundið bestu mögulegu kjörin án þess að vera bundnir við ákveðin fyrirtæki eins og sala hótelmiða hingað til hefur krafið. Annar kostur fyrirkomulagsins er fjölbreytni í gistimöguleikum þar sem leiga ferðavagna/húsbíla verður einnig í boði.

Niðurgreiðsla gistinátta í sumar gildir á orlofstímabili 2020 (15. maí - 30. September 2020).

Niðurgreiðslan miðast við 7.000 kr. á dag í 7 daga (að hámarki 49.000 kr.) og kostar hver dagur sem félagsmaður nýtir sér niðurgreiðsluna 5 punkta frádrátt af punktainneign félagsmanns í orlofskerfinu (alls að hámarki 35 punktar ef 7 nætur eru keyptar). Athugið þó að niðurgreiðsla til félagsmanns getur aldrei orðið hærri en útlagður kostnaður hans, sem dæmi má nefna ef félagsmaður leigir ferðavagn í 7 nætur á 5.000 kr. nóttina getur niðurgreiðsla frá FFR ekki orðið meiri en 5.000 kr. per nótt (alls 35.000 kr.).

FFR gerir kröfu um að kvittun berist félaginu og skal kvittun vera úr bókunarkerfi viðkomandi fyrirtækis og verður ekki veitt undanþága frá því skilyrði.

Kvittun skal undantekningarlaust sýna:

  • Nafn og kennitölu félagsmanns
  • Dagafjölda
  • Upphæð

 

FFR áskilur sér rétt til þess að hafna umsóknum ef þær uppfylla ekki ofangreind skilyrði. Umsóknir skulu berast félaginu í tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í bréfpósti (ef menn vilja heldur) á FFR (Félag Flugmálastarfsmanna ríkisins), Grettisgötu 89, 105 Reykjavík og verða þær greiddar út í október 2020. Mikilvægt er að muna eftir því að láta bankaupplýsingar fylgja með niðurgreiðslubeiðni svo hægt verði að millifæra greiðslu. Ekki er tekið við kvittunum sem berast félaginu eftir 5. október 2020. Við hvetjum félagsmenn til þess að ferðast innanlands og nýta sér þessi einstöku kjör sem félagið er að bjóða nú í sumar.

Auk þessara sérstöku kjara hefur félagið samið við tvær húsbílaleigur um afsláttarkjör til félagsmanna.

  • 10% afsláttur hjá McRent Iðavöllum - Reykjanesbæ. Tölvupóstfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., sími: 772-5226.
  • 10% afsláttur hjá Touring Cars Keflavík. Tölvupóstfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., sími: 866-1758.