Þann 1. janúar 2019 tók ný launatafla gildi í samræmi við gildandi kjarasamning FFR við SA/Isavia og sjá félagsmenn breytingar á launaseðlum sem bárust í dag.
Félaginu hafa borist nokkrar fyrirspurnir í tengslum við ný númer launaflokka félagsmanna og viljum við ítreka þær upplýsingar sem koma fram í fylgiskjali 1 við kjarasamninginn:
1. janúar 2019 verður launatafla lagfærð þannig að 2% bil verður milli launaflokka en 2,5% bil milli þrepa. Við vörpun yfir í nýja launatöflu skal við það miðað að launaflokki starfsmanns í fyrsta þrepi sé varpað yfir í fyrsta þrep nýrrar launatöflu þangað sem launatala er jöfn eða í næsta launaflokk fyrir ofan. Síðan raðast starfsmaður í viðeigandi starfsaldursþrep. Við þetta munu númer launaflokka breytast en tryggt verður að enginn lækki í launum við vörpunina.
Vinsamlegast athugið til skýringa að nú hefur verið búin til ný launatafla þar sem sama prósenta er nú á milli allra flokka og allra þrepa svo að taflan er loks jöfn í öllum liðum ólíkt töflunni sem nú hefur verið felld úr gildi og gilti frá 1. maí 2018 til 1. janúar 2019. Allir félagsmenn okkar sem vinna hjá Isavia fá nú greidd mánaðarlaun miðað við nýja launatöflu. Þetta þýðir að öllum hefur verið fundinn staður í nýrri töflu til samræmis við upplýsingar í fylgiskjali 1. Allir hafa þá færst til í launaflokkaröðun (fengið ,,nýjan" launaflokk) en þess gætt að enginn lækki í launum. Hækkun launa við vörpunina var misjöfn miðað við það hvar menn voru áður staddir í ójafnri launatöflu.
Við vonum að þessar útskýringar dugi þeim sem ekki muna eftir útskýringum samninganefndar við kynningu gildandi kjarasamnings vorið 2017 þar sem vörpunin var skýrð.
Launatafla í gildi frá 1. janúar 2019 hefur verið birt sem sérstakt skjal undir flipanum um kjarasamninga en gömlu töfluna má finna í gildandi kjarasamningi.